Fegrunartannlækningar

Fallegar heilbrigðar tennur og fallegt bros er eftirsóknarvert og hefur mikil áhrif á sjálfsmynd fólks.

Bætt útlit tanna er markmið fegrunartannlækninga sem hægt er að nálgast með ýmsum meðferðum.

Eftirfarandi meðferðir sem bæta útlit tanna eru:

  • Hvíttun tanna með lýsingarefnum
  • Lenging eða stytting tanna
  • Lokun bila milli tanna eða frekjuskarðs
  • Lagfæring á skökkum framtönnum
  • Hvítar plastfyllingar settar í stað silfurfyllingum eða mislitaðra fyllinga
  • Bætt tanntap með brú eða tannplöntum
  • Postulínskrónur til að breyta útliti tanna
  • Og margt fleira