Invisalign Go
Invisalign Go réttir tennur með glærum sérsmíðuðum skinnum sem hægt er að fjarlægja og eru auðveldar í notkun. Í hverri viku er skipt um skinnu og geta þær í heildina verið 20 og því hámarkstími 20 vikur. Smám saman færast tennurnar þangað til fullkomnri stöðu er náð.
Meðferð
Tennur eru skannaðar með þrívíddar skanna sem tekur nákvæmt mót af tönnum. Meðferðaráætlun er gerð sem sýnir nákvæma breytingu tanna frá hverri viku og er því hægt að sjá lokaniðurstöðu áður en meðferð hefst.