Barnatannlækningar

Við mælum með að fyrsta heimsókn barns til tannlæknis sé um tveggja og hálfs til þriggja ára aldurs.

Mikilvægt er að byrja snemma að byggja upp traust og upplifunin við fyrstu heimsókn sé jákvæð og fer því fyrsti tíminn í að kynnast umhverfinu á tannlæknastofunni.

Forvörn er besta meðferðin og því afar mikilvægt að fylgst sé vel með tönnum barna til að koma í veg fyrir frekari meðferðir.