Að fara til tannlæknis þarf ekki að vera leiðinlegt. Við getum gert hlutina þægilegri fyrir yngstu viðskiptavini okkar með ýmsums hætti. Það nýjasta hjá okkur fyrir börnin eru sérstök gleraugu þar sem börnin geta horft á teiknimyndir á meðan þau eru í stólnum og það vekur oftar en ekki mikla ánægju.

Til að byrja með er nauðsynlegt að kynna börnunum fyrir þeim áhöldum sem tannlæknar nota. Það gerir þau öruggari með sig og það auðveldar framhaldið mikið. Það hefur sýnt sig að þau börn sem koma reglulega í skoðun og fá reglulega flúor fá færri skemmdir en gengur og gerist. Þar af leiðandi er það mjög mikilvægt að börnin kunni sem best við sig hjá okkur.

Markmið okkar tannlækna er að sjálfsögðu að vera með fyrirbyggjandi meðferðir frekar en tannviðgerðir.


Kringlubros Ľ Kringlunni 4-12 Ľ 103 ReykjavÝk Ľ 588 2277 Ľ tannbros[hjß]simnet.is
© 2008 Uppsetning og h÷nnun Hřsir.is