Heimsókn til tannlæknis þarf ekki að vera leiðinleg. Við getum gert hlutina þægilegri fyrir yngstu viðskiptavinina með ýmsum hætti eins og myndin sýnir.  Fátt gerir eins mikla lukku og að geta horft á teiknimyndir við þessar aðstæður. Það nýjasta hjá okkur eru að krakkar og allir þeir sem vilja geta horft á afþreyingarefni meðan þeir eru hjá okkur.

Í fyrstu heimsókn er mikilvægt er að gefa unga fólkinu tækifæri til að skoða umhverfið og kynnast þeim áhöldum sem við síðar notum til að skoða og gera við. Ef vel er vandað til verður barnið öruggara með sig og það auðveldar framhaldið til muna.

Tannheilsa barna og unglinga skiptir miklu máli. Mikilvægt er að börn komi reglulega í eftirlit þar sem fylgst er með tannheilsu og tanntöku. Reynslan hefur sýnt að börn sem koma reglulega í skoðun og fá flúor, fá færri tannskemmdir.

Markmið okkar tannlækna er ávallt að vera með fyrirbyggjandi meðferð frekar en tannviðgerðir.Kringlubros Ľ Kringlunni 4-12 Ľ 103 ReykjavÝk Ľ 588 2277 Ľ tannbros[hjß]simnet.is
© 2008 Uppsetning og h÷nnun Hřsir.is