Tannhvíttun

Áður en byrjað er að lýsa tennur er mikilvægt að tennurnar séu skoðaðar hjá tannlækni og tennurnar hreinsaðar með sandblæstri. Ef viðkomandi er með tannskemmd mælum við eindregið með því að skemmdirnar séu lagaðar áður en tannhvíttun hefst.

Geta allir látið lýsa tennurnar?

Það verður tannlæknirinn að meta. Blágráar tennur lýsast hægar og verr heldur en gular tennur sem lýsast mikið og hratt.

Lýsing tanna í tannlæknastól.

Þetta er ný tækni. Tennur eru lýstar í tannlæknastólnum og tekur meðferðin 1 – 1,5 klst. Hér er notað sterkt lýsingarefni og hita og ljósgjafi notaður til að flýta lýsingunni. Lýsingin getur valdið viðkvæmni tanna, þó eru margir sem ekki finna fyrir óþægindum. Ef einkenna verður vart hverfa þau oftast á 12 -24 klst.

Það er því miður eðlilegt að litur tanna breytist með tímanum.  Ef tennur okkar hafa dökknað eða hafa alltaf verið dekkri en við erum sátt við er hægt að nota hvíttunaraðferðir til að lýsa tennurnarÞú getur pantað tíma í S: 588-2277 eða pantað tíma hérna á heimasíðunni.
Kringlubros Ľ Kringlunni 4-12 Ľ 103 ReykjavÝk Ľ 588 2277 Ľ tannbros[hjß]simnet.is
© 2008 Uppsetning og h÷nnun Hřsir.is